tisa: Gremja

föstudagur, maí 26, 2006

Gremja

Allt í lagi bara.

Myndalinkurinn ákvað að hann hefði eitthvað betra að gera annarsstaðar og fór. Barasta hvarf eins og Sylvía Nótt eftir tapið mikla.

Ég nenni ekki að setja þetta aftur. Ég harðneita að setja þetta inn á aftur.

Hinu bóklega ökuprófi er náð. Með einni villu. Heimskulegri villu. Viljiði dæmi um hinar miklu þrautir á þessu prófi?

Hvert skal hringja ef þú kemur að slysi?

a) 212

b) 112

c) 211

(svar er neðst í bloggi)

Ég fór svo í ökutíma á miðvikudaginn. Ég ætti ekki að keyra. Það er stórhættulegt fyrir mig. Ég kann ekki að keyra.

Er það vegna þess að ég er örvhentur kvenmaður?


Þessi kúpling hatar mig. Gírstöngin er bandamaður kúplingarinnar og saman vinna þau að því að gera líf mitt leitt. Og Óli bara hlær og býður mér Smint. Er ég andfúl líka? Svona til að toppa þetta allt.


Eftir þennan hörmulega tíma, ákveð ég samt að leggja ekki árar í bát og stefni í annan tíma á föstudaginn.


Það var áðan.


Ég er ennþá ömurlegur bílstjóri. Ég hata þessa Pusjóa...

Það er allt Frakklandi að kenna að ég kann ekki að keyra! Ömurlegur Frakkar með sinn ömurlega hreim.

Er ég eitthvað búin að minnast á að ég á afmæli á þriðjudaginn? Ef ekki, þá á ég afmæli þá. Peningagjafir eru þegnar með þökkum, því að ég neyðist víst til að fresta langþráðum bílakaupum um mánuð vegna fjárskorts. Þessir Frakkar, djöfullinn hafi þá!

Ég er farin að trampa á franskri orðabók.

Tinna – Leti er lífstíll

(svar: B – 112)

tisa at 16:52

9 comments